Þá er stærsta mót sumarsins hafið á Hamarsvelli í Borgarnesi, Hjóna og paramót Golfsaga, ÍSAM/PING, Hótel Hamar, Stella og JGR. 88 lið eru skráð til leiks í ár og hófust ræsingar snemma í morgun kl. 7:52. Seinni ræsingar hefjast svo kl. 12:22 og geta keppendur séð sína rástíma í Golfboxi.
Bongóblíða á 19.júní kvennamóti GB
Hið árlega 19. Júní kvennamót GB var haldið í gær á kvenréttindadeginum sjálfum eins og fyrri ár. 19 GB konur voru skráðar til leiks og skipt í tvo flokka; Dömu flokk (forgj. 30-54) og A flokk kvenna (forgj. 0-29,9). Keppt var í punktakeppni. Einnig voru veitt nándarverðlaun á 1., 6., 8., og 18. braut og það voru þær Margrét Katrín, …
Hamarsvöllur hefur opnað fyrir sumarið 2024
Þá hefur Hamarsvöllur verið opnaður fyrir sumarið 2024. Það hefur verið mikil tilhlökkun hjá félagsmönnum GB að komast í sína sumaríþrótt. Fyrsta innanfélagsmótið er strax á þriðjudaginn. Við minnum gesti Hamarsvallar á verðskránna okkar fyrir forbókanir. Við erum spennt fyrir nýju golf sumri og hlökkum mikið til að taka á móti ykkur! Golfkveðja, Golfklúbbur Borgarness