Hjóna & Paramót GB 2024

Þá er Hjóna & Paramóti GB 2024 sem haldið var á Hamarsvelli dagana 21.-22. júní lokið. Þetta tveggja daga mót var fyrst haldið árið 2019 og hefur farið vaxandi í vinsældum síðustu ár og er nú orðið ein stærsta fjáröflun klúbbsins ár hvert. Veitt voru verðlaun fyrir efstu 10 sætin ásamt því að veitt voru verðlaun á öllum par þrjú holum vallarins og fjórum par fjögur brautum vallarins báða dagana svo keppendur gátu nælt sér í allskonar vinninga. Loks, þá var dregið úr skorkortum á lokahófinu laugardagskvöld. Í topp þremur sætunum voru eftirfarandi hjón/pör:

  1. sæti með 121 högg Eiríkur Ólafsson og Júlíana Jónsdóttir úr Golfklúbbi Borgarness.
  2. sæti með 127 högg Pétur Guðmundsson og Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur.
  3. sæti með 129 högg Davíð Einar Hafsteinsson og Helga Björg Marteinsdóttir úr Golfklúbbinum Mostri.

Hér má sjá úrslit mótsins í heild sinni.

 

Hjóna & paramót GB lýkur alltaf með heljarinnar lokahófi á laugardagskvöldinu. Hér má sjá þéttsetinn sal í veislusal Hótel Hamars sem sér um veitingarnar.

 

Golfklúbbur Borgarness ásamt mótanefnd Hjóna & Paramóts GB þakkar öllum styrktaraðilum mótsins innilega fyrir stuðninginn. Þeir stærstu í ár voru Golfsaga, ÍSAM/PING, Hótel Hamar, Stella og JGR heildsala.

Eins og áður þá fá allir keppendur í ár þátttökurétt í Hjóna & paramót GB 2025. Hægt er að skrá sig á biðlista fyrir mótið á næsta ári með því að senda póst á gbgolf@gbgolf.is.

Sjáumst að ári!

Nokkrar myndir frá mótinu má sjá hér fyrir neðan.