Bongóblíða á 19.júní kvennamóti GB

Hið árlega 19. Júní kvennamót GB var haldið í gær á kvenréttindadeginum sjálfum eins og fyrri ár. 19 GB konur voru skráðar til leiks og skipt í tvo flokka; Dömu flokk (forgj. 30-54) og A flokk kvenna (forgj. 0-29,9). Keppt var í punktakeppni. Einnig voru veitt nándarverðlaun á 1., 6., 8., og 18. braut og það voru þær Margrét Katrín, Fjóla Péturs, Elva Péturs og Maríanna Garðars sem voru næstar holu. Þema mótsins í ár var, klútur um háls!

Styrktaraðilar 19. Júní kvennamóts GB 2ö24 eru verslunin FOK , Hár–Center, Grillhúsið og JGR heildverslun í Borgarnes.

Úrslit í dömu flokki kvenna voru eftirfarandi:

  • 1. sæti Pálína Guðmundsdóttir með 39 punkta.
  • 2.sæti Helga Sigurlína Halldórsdóttir með 38 punkta.
  • 3 sæti : Kristjana Jónsdóttir með 38 punkta.

Úrslit í A flokki kvenna:

  • 3.sæti Fjóla Pétursdóttir
  • 2.sæti Guðrún sigurðardóttir
  • 1. sæti Elva Pétursdóttir