Hjóna og Paramót 2024 hefst í dag!

Þá er stærsta mót sumarsins hafið á Hamarsvelli í Borgarnesi, Hjóna og paramót Golfsaga, ÍSAM/PING, Hótel Hamar, Stella og JGR. 88 lið eru skráð til leiks í ár og hófust ræsingar snemma í morgun kl. 7:52. Seinni ræsingar hefjast svo kl. 12:22 og geta keppendur séð sína rástíma í Golfboxi.