Opna Nettómótið í Borgarnesi – Úrslit

Hið árlega Opna Nettómót fór fram á Hamarsvelli síðastliðinn sunnudag þar sem 135 kylfingar voru skráðir til leiks. Allir keppendur fengu teiggjafir í boði Nettó og dregið var úr nokkrum skorkortum áður en leikur hófst. Einnig var hægt að vinna til nándarverðlauna á öllum par þrjú holum vallarins sem eru fimm talsins og með því að ná lengsta teighöggi bæði KK og KVK á 10. braut. Leikin var punktakeppni og veitt verðlaun fyrir 1.-5. sæti. Þá voru veitt verðlaun fyrir besta skorið (höggleik án forgjafar).

Punktakeppni

  1. sæti: Jón Bjarni Björnsson GB, 42 punktar
  2. sæti: Eyrún Sigurjónsdóttir GÁ, 42 punktar
  3. sæti: Eiríkur Ólafsson GB, 42 punktar
  4. sæti: Auðunn Atli Scoot GB, 41 punktar
  5. sæti: Reynir Þórðarson GK, 40 punktar

Höggleikur án forgjafar

Davíð Jónsson GS, 77 högg.

Nándarverðlaun og lengsta drive KK og KVK á 10. braut

2. hola: Ragnar Gíslason GO, 1,3 m

6. hola: Sveinn H. Gíslason GSG, 3,2 m

8. hola: Júlíus F. Valgeirsson GSE, 1,6 m

12. hola: Eiríkur Ólafsson GB, 0,81 m

18. hola: Sveinn H. Gíslason GSG, 3,37 m

Lengsta drive KVK: Guðbjörg Ásmundsdóttir GB.

Lengsta drive KK: Bjarni Þór Lúðvíksson GN.

 

Við munum senda bráðlega upplýsingar hvenær og hvar má nálgast sín verðlaun. Þau sem búa ekki í Borgarnesi og vilja fá vinninga senda heim til sín mega senda nafn og heimilisfang á gunnhildur@gbgolf.is.

Um leið og Golfklúbbur Borgarness óskar vinningshöfum til hamingju þá þökkum við öllum þátttakendum Opna Nettómótsins, styrktaraðila mótsins, Nettó, ásamt öllum sjálfboðaliðum kærlega fyrir allt saman. Það þarf margar hendur að til að setja eitt mót saman. Mót sem þetta er líka mikilvægur partur í fjáröflun klúbbsins. Enn og aftur, takk.