Opna Stjörnugrísmótið – ÚRSLIT

Alls tóku 167 keppendur þátt í Opna Stjörnugrísmótinu á Hamarsvelli í Borgarnesi í gær, laugardaginn 20. júlí. Kylfingar fengu að spila í frábærum aðstæðum, logni, hlýju og sól. Að hring loknum fengu allir keppendur purusteik og drykk í boði Stjörnugríss á Hótel Hamri.

Veitt eru verðlaun fyrir 1. til 5. sæti í punktakeppni með forgjöf og 1. sæti í höggleik án forgjafar. Ekki er hægt að vinna í báðum flokkum. Nándarverðlaun eru veitt á öllum par 3 holum vallarins. Loks, þá eru verðlaun fyrir lengsta teighögg bæði karla (af teig 53) og kvenna (af teig 42) á 10. braut. Sjá úrslit hér fyrir neðan.

Punktakeppni með forgjöf

  1. sæti: Samúel Karl Arnarsson, GKG – 43 punktar
  2. sæti: Ragnheiður H. Ragnarsdóttir, GKG – 41 punktar
  3. sæti: Páll Pálsson, GÁ – 41 punktar
  4. sæti: Loftur Ingi Sveinsson, GR – 39 punktar
  5. sæti: Stefán Emil Jóhannsson, GR – 39 punktar

Höggleikur án forgjafar

  1. sæti: Bjarki Pétursson, GB – 66 högg

Nándarverðlaun

2. hola: Kristrún Kúld, GB – 1,45 m
6. hola: Frans Páll Sigursson, GR – 2,43 m
8. hola: María B. Sveinsdóttir, GL – 0,71 m
12. hola: Valtýr Guðbrandsson, GS – 1,04 m
18. hola: Gunnar Snær Gunnarsson, GM – 1,13 m

Lengsta teighögg á 10. braut

KK (af teig 53): Bjarki Pétursson, GB
KVK (af teig 42): Irena Á. Óskarsdóttir GKG

Verðlaunahafar geta nálgast verðlaunin sín í afgreiðslu Hótel Hamars alla daga frá kl. 9:00 til 20:00. Við biðjum ykkur að virða þann tímaramma til að sækja verðlaunin. Þau sem vilja fá verðlaunin send póstleiðina þá má vinsamlegast senda upplýsingar um heimilisfang á gbgolf@gbgolf.is.

 

Golfklúbbur Borgarness þakkar styrktaraðila mótsis Stjörnugrís fyrir samstarfið á sama tíma og við þökkum þátttakendum fyrir komuna og sjálfboðaliðum klúbbsins fyrir sína hjálp í kringum mótið.

Næsta opið mót á Hamarsvelli er Opna Coca-Cola mótið næstkomandi laugardag. Skráning í fullum gangi í Golfboxi.