Opna Coca-Cola mótið – ÚRSLIT

Alls voru 142 keppendur skráðir til leiks í Opna Coca-Cola mótinu sem fór fram í gær, laugardag, á Hamarsvelli okkar í Borgarnesi. Veitt eru verðlaun fyrir 1. til 10. sæti í punktakeppni með forgjöf og 1. sæti í höggleik án forgjafar (ekki er hægt að vinna í báðum flokkum). Að auki eru veitt nándarverðlaun á öllum par þrjú holum vallarins og lengsta teighögg bæði kvenna og karla á 10. braut, þar sem bolti þurfti auðvitað að enda á snöggsleginni braut. Loks, þá voru fimm heppnir keppendur dregnir úr skorkortum. Sjá úrslit og nöfn vinningshafa hér fyrir neðan.

Punktakeppni með forgjöf

1. sæti Arnfríður Ingibjörg Grétarsdóttir, GSE 42
2. sæti Skúli Sigurðsson, GM 42
3. sæti Margrét Katrín Guðnadóttir, GB 40
4. sæti Breki Þór Hermannsson, GL 40
5. sæti Irena Ásdís Óskarsdóttir, GKG 39
6. sæti Viðar Valdimarsson, GA 38
7. sæti Jón Arnar Sigurþórsson, GB 38
8. sæti Atli Kristinsson, GB 38
9. sæti Karl Knútur Ólafsson, GSG 37
10. sæti Rúnar Már Sigurvinsson, GS 37

Höggleikur án forgjafar

1. sæti Aron Skúli Ingason, GM 73

Nándarverðlaun

2. braut Eyþór Bragi Einarsson, GM 0,71 m
6. braut Eyþór Ellertsson, GKG 0,93 m
8. braut Birkir Freyr Sigurðsson, GSG 1,14 m
12. braut Breki Þór Hermannsson, GL 0,28 m
18. braut Stefanía Arnardóttir, GSE 2,44 m

Lengsta teighögg á 10. braut

KVK Arnfríður Ingibjörg Grétarsdóttir, GSE
KK Einar Þór Guðmundsson, GHR

Dregið úr skorkortum

Nr. 59 Jónína Ólöf Sighvatsdóttir GR
Nr. 146 Ingólfur Daði Guðvarðarson GSE
Nr. 102 Hörður Fannar Björgvinsson GM
Nr. 147 Ólafur Einar Hrólfsson GSG
Nr. 93 Dagur Orri Garðarsson GKG

Vinningshafar getað nálgast verðlaunin sín í vélaskemmunni á Hamarsvelli (fyrsta hús til vinstri þegar keyrt er á Hamarsvallarsvæðið) frá og með þriðjudeginum 30. júlí og milli kl. 8:00 og 16:00 á virkum dögum eftir það. Ef af einhverjum ástæðum þessi tímarammi hentar ekki, vinsamlegast látið okkur vita með því að senda póst á gbgolf@gbgolf.is og við reynum okkar besta að koma til móts við ykkur.

Enn og aftur þökkum við öllum keppendum fyrir komuna á Hamarsvöll í gær ásamt sjálfboðaliðum fyrir hjálpina í kringum mótið. Loks, þá þökkum við styrktaraðila mótsins Coca-Cola fyrir sinn stuðning. Næsta og síðasta opna mót sumarsins á Hamarsvelli fer fram sunnudaginn 4. ágúst um verslunarmannahelgina, Opna Borgarnesmótið. Skráning (og nánari upplýsingar) er í fullum gangi í Golfboxi og lýkur kl. 18:00 laugardaginn 3. ágúst.