Alls voru 142 keppendur skráðir til leiks í Opna Coca-Cola mótinu sem fór fram í gær, laugardag, á Hamarsvelli okkar í Borgarnesi. Veitt eru verðlaun fyrir 1. til 10. sæti í punktakeppni með forgjöf og 1. sæti í höggleik án forgjafar (ekki er hægt að vinna í báðum flokkum). Að auki eru veitt nándarverðlaun á öllum par þrjú holum vallarins og lengsta teighögg bæði kvenna og karla á 10. braut, þar sem bolti þurfti auðvitað að enda á snöggsleginni braut. Loks, þá voru fimm heppnir keppendur dregnir úr skorkortum. Sjá úrslit og nöfn vinningshafa hér fyrir neðan.
Punktakeppni með forgjöf
1. sæti | Arnfríður Ingibjörg Grétarsdóttir, GSE | 42 |
2. sæti | Skúli Sigurðsson, GM | 42 |
3. sæti | Margrét Katrín Guðnadóttir, GB | 40 |
4. sæti | Breki Þór Hermannsson, GL | 40 |
5. sæti | Irena Ásdís Óskarsdóttir, GKG | 39 |
6. sæti | Viðar Valdimarsson, GA | 38 |
7. sæti | Jón Arnar Sigurþórsson, GB | 38 |
8. sæti | Atli Kristinsson, GB | 38 |
9. sæti | Karl Knútur Ólafsson, GSG | 37 |
10. sæti | Rúnar Már Sigurvinsson, GS | 37 |
Höggleikur án forgjafar
1. sæti | Aron Skúli Ingason, GM | 73 |
Nándarverðlaun
2. braut | Eyþór Bragi Einarsson, GM | 0,71 m |
6. braut | Eyþór Ellertsson, GKG | 0,93 m |
8. braut | Birkir Freyr Sigurðsson, GSG | 1,14 m |
12. braut | Breki Þór Hermannsson, GL | 0,28 m |
18. braut | Stefanía Arnardóttir, GSE | 2,44 m |
Lengsta teighögg á 10. braut
KVK | Arnfríður Ingibjörg Grétarsdóttir, GSE |
KK | Einar Þór Guðmundsson, GHR |
Dregið úr skorkortum
Nr. 59 | Jónína Ólöf Sighvatsdóttir | GR |
Nr. 146 | Ingólfur Daði Guðvarðarson | GSE |
Nr. 102 | Hörður Fannar Björgvinsson | GM |
Nr. 147 | Ólafur Einar Hrólfsson | GSG |
Nr. 93 | Dagur Orri Garðarsson | GKG |
Vinningshafar getað nálgast verðlaunin sín í vélaskemmunni á Hamarsvelli (fyrsta hús til vinstri þegar keyrt er á Hamarsvallarsvæðið) frá og með þriðjudeginum 30. júlí og milli kl. 8:00 og 16:00 á virkum dögum eftir það. Ef af einhverjum ástæðum þessi tímarammi hentar ekki, vinsamlegast látið okkur vita með því að senda póst á gbgolf@gbgolf.is og við reynum okkar besta að koma til móts við ykkur.
Enn og aftur þökkum við öllum keppendum fyrir komuna á Hamarsvöll í gær ásamt sjálfboðaliðum fyrir hjálpina í kringum mótið. Loks, þá þökkum við styrktaraðila mótsins Coca-Cola fyrir sinn stuðning. Næsta og síðasta opna mót sumarsins á Hamarsvelli fer fram sunnudaginn 4. ágúst um verslunarmannahelgina, Opna Borgarnesmótið. Skráning (og nánari upplýsingar) er í fullum gangi í Golfboxi og lýkur kl. 18:00 laugardaginn 3. ágúst.