Meistaramót GB 2024 – Upplýsingar

Þá hefst 51. Meistaramót Golfklúbbs Borgarness á morgun, miðvikudaginn 3. júlí. Um ræðir fjögurra daga Meistaramót sem endar með lokahófi og verðlaunaafhendingu á Hótel Hamar laugardagskvöldið 6. júlí. Alls eru 67 þátttakendur skráðir til leiks og þeim skipt niður í eftirfarandi flokka:

Karlaflokkar

  • Meistaraflokkur
  • 1. fl.
  • 2. fl.
  • 3. fl.
  • 50+
  • 65+

Kvennaflokkar

  • 1. fl.
  • 2.fl.
  • 50+
  • 65+
  • Konu flokkur

Unglingaflokkur 14 til 18 ára

 

Styrktaraðilar Meistaramóts GB 2024 er Golfbúðin í Hafnarfirði. Á lokadegi meistaramóts verða nándarverðlaun á öllum par þrjú holum vallarins í boði Golfbúðarinnar í Hafnarfirði.

Rástímar hafa verið birtir fyrir fyrsta keppnisdag og má sjá þá hér. Fyrsta leikdag (miðvikudag) er raðað í ráshópa eftir hendingu í einstökum flokkum og síðan eftir skori. Ef það eru einhverjar spurningar varðandi rástíma eða eitthvað tengt Meistaramótinu þá má senda póst á motanefnd@gbgolf.is.

Lokahóf Meistaramóts GB 2024 fer svo fram á Hótel Hamri laugardaginn 6. júlí. Skráning í matinn fer fram í afgreiðslu Hótel Hamars út föstudaginn 5. júlí. Muna að ská sig tímanlega, ekki seinna en föstudaginn 5. júlí.

 

Matseðill á lokahófi Meistaramóts GB 2024

Lambakjöt, bernes og meðlæti.

kaffi og súkkulaði í eftirrétt

5000 kr.

 

Gangi ykkur vel og góða skemmtun!
Mótanefnd GB

P.s. hér má sjá holustaðsetningar Meistaramóts GB 2024