Alls voru 67 keppendur skráðir til leiks í 51. Meistaramót GB 2024. Keppendum var skipt niður í 12 flokka. Leikfyrirkomulagið er höggleikur án forgjafar og keppt er í fjóra daga í flestum flokkum. Flokkar 65+ karla og kvenna keppa þrjá keppnisdaga. Opinn flokkur kvenna spilar tvo daga í punktakeppni ásamt unglingaflokki sem var endurlífgaður eftir margra ára hlé. Þar voru þrír ungir og efnilegir keppendur sem spiluðu fjóra daga í punktakeppni.
Keppni hófst miðvikudaginn 3. júlí og endaði með heljarinnar lokahófi og verðlaunaafhendingu á Hótel Hamar laugardaginn 6. júlí. Golfbúð Hafnarfjarðar styrkti mótið með veglegum vinningum. Auk þess vill klúbburinn þakka N1 í Borgarnesi fyrir teiggjafirnar á lokadegi mótsins.
Klúbbmeistarar Golfklúbbs Borgarness 2024 eru Hlynur Þór Stefánsson og Margrét Katrín Guðnadóttir.
Svipmyndir frá lokahófi Meistaramóts GB 2024 má sjá neðst í færslunni
Meistaraflokkur karla
- Hlynur Þór Stefánsson, 339 högg
- Jón Örn Ómarsson, 342 högg
- Rafn Stefánsson, 346 högg
1. flokkur kvenna
- Margrét Katrín Guðnadóttir, 364 högg
- Sigfríður Sigurðardóttir, 401 högg
1. flokkur karla
- Daníel Örn Sigurðarson, 335 högg
- Ólafur Andri Stefánsson, 356 högg
- Jón Bjarni Björnsson, 383 högg
2. flokkur kvenna
- Guðbjörg Ásmundsdóttir, 447 högg
- Kristjana Jónsdóttir, 449 högg
- Pálína Guðmundsdóttir, 457 högg
2. flokkur karla
- Andri Daði Aðalsteinsson, 376 högg
- Einar Pálsson, 383 högg
- Sigurður Ólafsson, 394 högg
3. flokkur karla
- Pálmi Þór Sævarsson, 394 högg
- Pétur Þórðarson, 412 högg
- Finnur Ingólfsson, 419 högg
Karlar 50+
- Gestur Már Sigurðsson, 330 högg
- Hörður Þorsteinsson, 345 högg
- Birgir Hákonarson, 348 högg
Konur 50+
- Fjóla Pétursdóttir, 374 högg
- Júlíana Jónsdóttir, 385 högg
- Ásdís Helgadóttir, 388 högg
Konur 65+ (Keppendur spila þrjá daga).
- Guðrún Sigurðardóttir, 307 högg
- Vilborg Gunnarsdóttir, 313 högg
- Annabella Albertsdóttir, 315 högg
Karlar 65+ (Keppendur spila þrjá daga).
- Bergsveinn Símonarson, 262 högg
- Ingvi Jens Árnason, 269 högg
- Dagur Garðarsson, 287 högg
Opinn konuflokkur (tveggja daga punktakeppni)
- Þórey Gyða Þráinsdóttir, 58 punktar
- Gunnhildur Magnúsdóttir, 42 punktar
Unglingaflokkur (fjögurra daga punktakeppni)
- Auðunn Atli Scott, 146 punktar
- Þorsteinn Logi Þórðarson, 139 punktar
- Viktor Finnsson Roldos, 95 punktar