Klúbbmeistarar GB 2024 krýndir um helgina

Alls voru 67 keppendur skráðir til leiks í 51. Meistaramót GB 2024. Keppendum var skipt niður í 12 flokka. Leikfyrirkomulagið er höggleikur án forgjafar og keppt er í fjóra daga í flestum flokkum. Flokkar 65+ karla og kvenna keppa þrjá keppnisdaga. Opinn flokkur kvenna spilar tvo daga í punktakeppni ásamt unglingaflokki sem var endurlífgaður eftir margra ára hlé. Þar voru þrír ungir og efnilegir keppendur sem spiluðu fjóra daga í punktakeppni.

Keppni hófst miðvikudaginn 3. júlí og endaði með heljarinnar lokahófi og verðlaunaafhendingu á Hótel Hamar laugardaginn 6. júlí. Golfbúð Hafnarfjarðar styrkti mótið með veglegum vinningum. Auk þess vill klúbburinn þakka N1 í Borgarnesi fyrir teiggjafirnar á lokadegi mótsins.

Klúbbmeistarar Golfklúbbs Borgarness 2024 eru Hlynur Þór Stefánsson og Margrét Katrín Guðnadóttir.

 

Svipmyndir frá lokahófi Meistaramóts GB 2024 má sjá neðst í færslunni

 

Meistaraflokkur karla

  1. Hlynur Þór Stefánsson, 339 högg
  2. Jón Örn Ómarsson, 342 högg
  3. Rafn Stefánsson, 346 högg

1. flokkur kvenna

  1. Margrét Katrín Guðnadóttir, 364 högg
  2. Sigfríður Sigurðardóttir, 401 högg

1. flokkur karla

  1. Daníel Örn Sigurðarson, 335 högg
  2. Ólafur Andri Stefánsson, 356 högg
  3. Jón Bjarni Björnsson, 383 högg

2. flokkur kvenna

  1. Guðbjörg Ásmundsdóttir, 447 högg
  2. Kristjana Jónsdóttir, 449 högg
  3. Pálína Guðmundsdóttir, 457 högg

2. flokkur karla

  1. Andri Daði Aðalsteinsson, 376 högg
  2. Einar Pálsson, 383 högg
  3. Sigurður Ólafsson, 394 högg

3. flokkur karla

  1. Pálmi Þór Sævarsson, 394 högg
  2. Pétur Þórðarson, 412 högg
  3. Finnur Ingólfsson, 419 högg

Karlar 50+

  1. Gestur Már Sigurðsson, 330 högg
  2. Hörður Þorsteinsson, 345 högg
  3. Birgir Hákonarson, 348 högg

Konur 50+

  1. Fjóla Pétursdóttir, 374 högg
  2. Júlíana Jónsdóttir, 385 högg
  3. Ásdís Helgadóttir, 388 högg

Konur 65+ (Keppendur spila þrjá daga).

  1. Guðrún Sigurðardóttir, 307 högg
  2. Vilborg Gunnarsdóttir, 313 högg
  3. Annabella Albertsdóttir, 315 högg

Karlar 65+ (Keppendur spila þrjá daga).

  1. Bergsveinn Símonarson, 262 högg
  2. Ingvi Jens Árnason, 269 högg
  3. Dagur Garðarsson, 287 högg

Opinn konuflokkur (tveggja daga punktakeppni)

  1. Þórey Gyða Þráinsdóttir, 58 punktar
  2. Gunnhildur Magnúsdóttir, 42 punktar

Unglingaflokkur (fjögurra daga punktakeppni)

  1. Auðunn Atli Scott, 146 punktar
  2. Þorsteinn Logi Þórðarson, 139 punktar
  3. Viktor Finnsson Roldos, 95 punktar