Þá er Hjóna & Paramóti GB 2024 sem haldið var á Hamarsvelli dagana 21.-22. júní lokið. Þetta tveggja daga mót var fyrst haldið árið 2019 og hefur farið vaxandi í vinsældum síðustu ár og er nú orðið ein stærsta fjáröflun klúbbsins ár hvert. Veitt voru verðlaun fyrir efstu 10 sætin ásamt því að veitt voru verðlaun á öllum par þrjú holum vallarins og fjórum par fjögur brautum vallarins báða dagana svo keppendur gátu nælt sér í allskonar vinninga. Loks, þá var dregið úr skorkortum á lokahófinu laugardagskvöld. Í topp þremur sætunum voru eftirfarandi hjón/pör:
- sæti með 121 högg Eiríkur Ólafsson og Júlíana Jónsdóttir úr Golfklúbbi Borgarness.
- sæti með 127 högg Pétur Guðmundsson og Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur.
- sæti með 129 högg Davíð Einar Hafsteinsson og Helga Björg Marteinsdóttir úr Golfklúbbinum Mostri.
Hér má sjá úrslit mótsins í heild sinni.
Golfklúbbur Borgarness ásamt mótanefnd Hjóna & Paramóts GB þakkar öllum styrktaraðilum mótsins innilega fyrir stuðninginn. Þeir stærstu í ár voru Golfsaga, ÍSAM/PING, Hótel Hamar, Stella og JGR heildsala.
Eins og áður þá fá allir keppendur í ár þátttökurétt í Hjóna & paramót GB 2025. Hægt er að skrá sig á biðlista fyrir mótið á næsta ári með því að senda póst á gbgolf@gbgolf.is.
Sjáumst að ári!
Nokkrar myndir frá mótinu má sjá hér fyrir neðan.