Aðalfundur Golfklúbbs Borgarness verður haldinn fimmtudaginn
16. janúar nk. kl. 18.00 að Hótel Hamri.
Dagskrá:
1. Fundarstjóri og fundarritari kosnir eftir tilnefningu
2. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári
3. Kynning á skoðuðum ársreikningum félagsins
4. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning, ársreikningur borinn upp til samþykktar
5. Umræður og atkvæðagreiðslur um lagabreytingar
6. Félagsgjöld félagsins ákveðin
7. Kosning formanns, tveggja stjórnamanna og tveggja varamanna í stjórn
8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
9. Önnur Mál
Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega.
Stjórn GB
Tveir einstaklingar fara úr stjórn GB og biðjum við því áhugasama að senda á gbgolf@gbgolf.is fyrir 13. janúar. Samkvæmt 6.grein laga GB skal formaður kosinn ár hvert og til eins ár.