Allt að gerast í Eyjunni – taka tvö

Golfklúbbur Borgarness Fréttir, Viðburðir

Séfræðingar frá Buiten Gewoon Kunstgras, Hollandi,  þeir Beetstra Ovidiu, Ollie Voina og Willem Vander Meer (⛳️ #sport-tæki #golficeland #borgarnesgolf @ Brákarey) lögðu í gær (miðvikudag) “alvöru” gerviflatargras á flötina í Eyjunni.

Jóhannes og félagar voru áður búnir að undirbúa hana vel fyrir þessa aðgerð og luku síðan við að þrífa og gera flötina tilbúna til notkunar í dag. Sett var auka undirlag á flötina til að mýkja yfirborðið og líkja eftir náttúrulegum aðstæðum á sem besta máta.

Okkur sýnist þetta hafa tekist það vel að mögulega verði fyrr en seinna keypt “flatarkragagras” og bætt utan á flötin þannig að hægt sé að æfa “vipp” inn á flötina.

Við viljum vekja athygli á að það ef algerlega bannað að fara á ÚTISKÓM inn á flötina. Eyjan er innanhúsíþróttaaðstaða og ÞÚ kemur með þína íþróttaskó og notar þá eins og krafa er í öðrum íþróttasölum.

Á laugardag n.k. (18.1) kl. 13.00 verður fyrsta púttmótið á nýju flötinni. Góð verðlaun í boði. Þáttökugjald kr. 1.000.-  Mæta a.m.k. 10 mín fyrir mót til skráningar og fleira.