GB eldriborgarastarf hefst að nýju í næstu viku í Eyjunni, innanhússæfingaraðstöðu Golfklúbbs Borgarness í Brákarey.
Ekki má gleyma að félagar úr þessu frábæra eldriborgarastarfi sýndu mátt sinn og megin á Landmóti 50+ (UMFÍ) í sumar. Unnu eiginlega flest verðlaun sem voru í boði.
Það eru engar breytingar á fyrri vetrardagskrám. Æfingar eru að venju á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 14.00-16.00
Eldri borgarar GB ætla auk púttæfinga að hafa pílukastæfingar (í Eyjunni) á miðvikudögum kl. 14.00
GB Eldri borgarar ætla að hafa lokahóf fyrir liðið sumar á B59 föstudaginn 25. okt. Þar ætla þau að njóta góðs kvöldverðs og veita viðurkenningar fyrir árangur sumarsins.