Kæru klúbbfélagar, Við viljum minna á aðalfund klúbbsins í kvöld, 16 janúar klukkan 18:00 á Hótel Hamri. Hægt er að skoða árskýrslu GB hér: Ársskýrsla GB 2024 Við þökkum fyrir liðna árið og hlökkum til að sjá ykkur á vellinum í sumar. Kær kveðja Stjórn og framkvæmdarstjóri
Aðalfundur GB klukkan 18:00 – ATH breyttur tími
Aðalfundur Golfklúbbs Borgarness verður haldinn fimmtudaginn 16. janúar nk. kl. 18.00 að Hótel Hamri. Dagskrá: 1. Fundarstjóri og fundarritari kosnir eftir tilnefningu 2. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári 3. Kynning á skoðuðum ársreikningum félagsins 4. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning, ársreikningur borinn upp til samþykktar 5. Umræður og atkvæðagreiðslur um lagabreytingar 6. Félagsgjöld félagsins ákveðin …
Jólakveðja frá Golfklúbbi Borgarness
Stjórn & starfsfólk Golfklúbbs Borgarness óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Styrktarmót Bjarka Péturs – ÚRSLIT
Styrktarmót Bjarka Péturssonar var haldið í gær, sunnudaginn 18. ágúst, á Hamarsvelli í Borgarnesi. Keppt var í tveggja manna texas scramble leikfyrirkomulagi og voru alls 79 lið sem tóku þátt í mótinu. Veitt eru verðlaun fyrir 1. til 8. sæti í punktakeppni með forgjöf og svo 1. til 2. sætið í besta skorinu. Auk þess eru veitt verðlaun næstur holu …
Opna Borgarnesmótið – ÚRSLIT
Alls voru 200 keppendur sem tóku þátt í Opna Borgarnesmótinu á Hamarsvelli í Borgarnesi í gær, sunnudag. Var þetta síðasta opna mót klúbbsins þetta sumar og jafnframt það fjölmennasta. Veitt eru verðlaun fyrir 1. til 15. sæti í punktakeppni með forgjöf. Fyrsta sæti í höggleik án forgjafar. Loks þá eru veitt nándarverðlaun á öllum par þrjú holum vallarins og svo …
Grill + Síðustu golfæfingar fyrir krakka í 1. til 10. bekk á morgun, fimmtudag!
Þá er komið að síðustu golfæfingunum með Lalla þjálfara í sumar sem fara fram á morgun, fimmtudaginn 1. ágúst. Æfingarnar verða allar á sínum hefðbundnum tíma; þau yngstu kl. 15:00, miðhópurinn kl. 16:00 og svo elstu kl. 17:00. Það verða grillaðar pylsur í boði Golfklúbbsins fyrir krakkana að fá sér á morgun við æfingaskýlið kl. 16:00. Þið megið endilega hjálpa …
Opna Coca-Cola mótið – ÚRSLIT
Alls voru 142 keppendur skráðir til leiks í Opna Coca-Cola mótinu sem fór fram í gær, laugardag, á Hamarsvelli okkar í Borgarnesi. Veitt eru verðlaun fyrir 1. til 10. sæti í punktakeppni með forgjöf og 1. sæti í höggleik án forgjafar (ekki er hægt að vinna í báðum flokkum). Að auki eru veitt nándarverðlaun á öllum par þrjú holum vallarins …
ATH – Golfbílar verða ekki leyfðir á Hamarsvöll helgina 27. til 28. júlí vegna mikillar bleytu
Vegna mikillar rigningartíðar og bleytu á Hamarsvelli verður lokað fyrir umferð golfbíla helgina 27. til 28. júlí. Staðan verður tekin á mánudaginn 29. júlí hvort opnað verður aftur fyrir umferð golfbíla. Við þökkum fyrir skilninginn.
Opna Stjörnugrísmótið – ÚRSLIT
Alls tóku 167 keppendur þátt í Opna Stjörnugrísmótinu á Hamarsvelli í Borgarnesi í gær, laugardaginn 20. júlí. Kylfingar fengu að spila í frábærum aðstæðum, logni, hlýju og sól. Að hring loknum fengu allir keppendur purusteik og drykk í boði Stjörnugríss á Hótel Hamri. Veitt eru verðlaun fyrir 1. til 5. sæti í punktakeppni með forgjöf og 1. sæti í höggleik …
Vinna stendur yfir á flötum Hamarsvallar
Vinna stendur yfir á flötum Hamarsvallar næstu daga. Í dag, fimmtudaginn 18. júlí, voru fyrstu fjórar flatirnar teknar fyrir ásamt æfingagríninu við Hamarsbæinn. Rest verða teknar eftir helgi. Um ræðir vinnu við sáningu, söndun og völtun á flötunum. Við vonum að GB-félagar og gestir Hamarsvallar sýni þessari nauðsynlegu vinnu þolinmæði og skilning á meðan hún stendur yfir.