Börn og unglingar
Fyrsta æfingin verður þriðjudaginn 4. júní.

Skráning í Sportabler hér
Skráningar eru á Sportabler
*hægt að nýta sér frístundastyrk Borgarbyggðar.

Golfsumarið 2024

FRÍTT - Golfnámskeið fyrir börn og unglinga*

Golfklúbbur Borgarness býður öllum börnum og unglingum upp á gjaldfrjálsar æfingar í sumar.

Verða æfingar alla þriðjudaga og fimmtudaga í júní og júlí reiknað er með að æfingarnar byrji hjá þeim yngstu kl 15:00, en þetta ræðst auðvitað allt af þátttöku og skiptingu í hópa.

Umsjón með golfkennslunni: Þorlákur (Lalli) Halldórsson PGA golfkennari.

Tekið skal fram að þessi fríu námskeið eru hugsuð fyrir alla krakka og unglinga óháð getu í golfíþróttinni á aldrinum 6-18 ára. Inni í fríu aðildinni er innifalin kennslan, aðgangur að æfingasvæði og æfingavelli (það er ekki innifalið í þessu aðgangur að Golfbox eða að Hamarsvelli). *Ekki er nauðsynlegt að eiga golfbúnað.

Aðeins 12,500 kr gjald fyrir fulla félagsaðild fyrir alla á aldrinum 6-18 ára sem vilja nýta sér að fullu allt sem klúbburinn býður upp á: kennsla, aðgangur að æfingasvæði og æfingavelli. Einnig er innifalinn aðgangur að Golfbox og ótakmarkað spil á Hamarsvelli.

Æfingar verða frá kl 15:00 til 18:00 (klukkutíma í senn), verður skipting í hópana þrjá ákvörðuð eftir skráningu - en yngstu krakkarnir munu byrja kl 15:00.

Fyrsta æfingin verður þriðjudaginn 4. júní.

Image

Golfsumarið 2024

Golfkennsla fyrir fullorðna

Golfklúbbur Borgarness býður upp á golfkennslu í samstarfi við Þorlák (Lalla) Halldórsson PGA golfkennara.

Mun hann vera með viðveru á Hamarsvelli alla þriðjudaga og fimmtudaga í júní og júlí í sumar.

Tímabókanir og fyrirspurnir eru beint hjá Lalla

sími: 891-6375

lalligolfkennari@gmail.com

Athugið að ekki er hægt að bóka tíma milli 15:00 og 18:00 þegar barna og unglinga námskeiðin eru.