Kæru félagar.
Það hallar í vorið. Allavega eru vorverkin hafin að Hamri. Okkur sýnist völlurinn koma vel undan vetri en auðvitað er apríl framundan. En hann getur stundum orðið býsna kaldur. Völlurinn er að venju opinn félögum til golfiðkunar svo fremi sem þeir virði það viðkvæma ástand sem hann er í svo snemma vors. Auðvitað á vetrar-teigum og flötum.
Það styttist í vetrarstarfinu í Eyjunni, en næstu 2 sunnudaga ætlum að reyna að halda kröftugt púttmót (kl. 13.00 að venju). Þrjú beztu skorin úr þessum tveimur mótum fá verðlaun. Krafist er lágmarksþátttöku (10 keppendur) í hvort mót. Mótagjald er ekkert.