Keppt í flokki karla, kvenna og unglinga ef þátttaka er næg. Undankeppnin er 18 holu punktakepni með fullri forgjöf (36).
Lágmarksþátttaka í flokkum eru 4. Fjöldi leikmanna sem komast áfram ræðst af fjölda þátttakenda í hverjum flokki: 4-7. keppendur = 4. áfram (2.umferðir) 8-15. keppendur = 8. áfram (3.umferðir) 16-31. keppendur = 16. áfram (4.umferðir) Þar sem oftast hafa fjórar konur komist áfram, átta karlar og fjórir unglingar gerir mótanefnd ráð fyrir eftirfarandi dagsetningum í holukeppni.
Keppendum er frjálst val um það hvenær þeir leika einvígi sitt, enda fari það fram fyrir tilteknar dagsetningar: 1. umf sé lokið fyrir 3. júlí. 2. umf sé lokið fyrir 15. júlí. 3. umf sé lokið fyrir 25. júlí. Með þessu fá keppendur gott ölnbogarými til að leika þessa leiki.
Holukeppnin er höggleikur leikinn með fullri forgjöf (36). Dæmi: Leikmaður A hefur 14 í vallarfogjöf en leikmaður B hefur 18. Leikmaður B á því 1 högg í forgjöf á A á fjórum forgjafahæstu/erfiðustu brautum vallarins þ.e. 2.-11.-1. og 15. braut (o.sv.frv.). Ef leikur er jafn eftir 18 holur er leikinn bráðabani og byrjað á 1 braut (19 hola). Ef enn er jafnt er 2. braut leikin (20 hola) og síðan koll af kolli til hlítar.