Rástímar hjóna og para_föstudag
Keppnisskilmálar Hjóna- og paramót GB 2019 (003)
verðlaun_hjóna_parakeppni með styrktaraðilum
Ágætu hjón/par.
Það verður okkur sönn ánægja að taka á móti ykkur Rástímar föstud. 28.6_birt 26.júní að Hamri dagana 28-29. júní nk. Við mundum kappkosta að gera dvöl ykkar og reynslu eins ánægjulega og kostur er. Hér eru nokkar upplýsingar varðandi mótið sem framundan er.
Rástímar bæði föstudag og laugardag birtast hér á gbgolf.is (heimasíða Golfklúbbs Borgarness) sem og úrslitin. Einnig má sjá allar upplýsingar um rástíma og útslit á mótsstað (Hótel Hamar). Sem og aðrar upplýsingar um mótið. Til dæmis verðlaunin í mótinu sem eru ágætlega vegleg eða um milljón krónur.
Hótel Hamar vill benda á að enn séu nokkur herbergi laus. Þeir sem vilja nýta sér það eru beðnir að setja sig í samband við Hótelið. Síminn er 433-6600 eða hamar@icehotels.is
Bílastæði fyrir húsbíla og húsvagna eru upp við Hamarshúsin. Takmarkaður fjöldi stæða er í boði. Dagsgjaldið/nóttin er kr. 4.500 með rafmagni óháð fjölda þeirra sem gista bílinn/vagninn. Stæðapantanir í gbgolf@gbgolf.is
Lokahóf laugardag:
Húsið (Hótel Hamar) opnar kl. 19.30 og en borðhald hefst um kl. 20.00. Verðlaunaafhending verður á meðan borðhaldi stendur.
Matseðill:
Forréttur: Reykt bleikja (eplasaft-dill-hrogn-rauðrófa-gúrka-skessujurt-söl)
Aðalréttur: Lambamjöðm (rauðrófumauk-jarðskokkar-hvannargljái-bok choy)
Eftir: Kaffi og konfekt
Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi um eða eftir kl. 22.00 að loknu borðhaldi og verðlauna-afhendingu.
Veislustjóri er Bjarni Ólafur Guðmundsson
Keppendur í Hjóna- og parakeppni GB 2019 ganga fyrir Hjóna- og parakeppni GB 2020 (26-27. júní 2020). Við ætlum ekki að opna fyrir skráningu á golf.is eins og í ár heldur aðeins að taka við skráningu í tölvupósti (gbgolf@gbgolf.is). Með upplýsingum um kennitölur, nöfn, gild netföng og farsíma.
Fyrir hönd GB, Mótsstjórn Hjóna- og parakeppni 2019, Formaður GB og Framkvæmdarstjóri GB.