Ágætu félagar.
GB-mótaröðin er punktakeppni með fullri forgjöf (karlar 36 og konur 42). Þannig að allir félagar GB eiga möguleika. Leikin verða 14 mót í sumar og SEX beztu mótin telja til verðlauna.
Veitt verða verðlaun fyrir 6 efstu sætin.
Fyrsta mótinu í mótaröðinn (sl. fimmtudag) var frestað vegna veður og var ákveðið að leika það þriðjudaginn 16. maí (á morgun) þar sem spáin er frekar hagstæð. Því verður mót # 2 sem vera átti næsta fimmtudag (18.5) fært til þangað til síðar í sumar.
Frátekinn mótatími er frá 16.30-18.30. Ef einhverjir leikmenn vilja leika utan við þennan tímaramma er það heimilt, svo fremi sem hann/þeir hafi skrifara. Engu að síður þarf að skrá sig í síðustu rástímana og tilkynna skála eða BOB (894-3617) um tilveru í mótinu. Og greiða mótagjaldið (kr. 1.500).
Þetta er einnig fyrsta mótið í mótaröð Golfherra 2017 en þar er leikinn höggleikur með forgjöf. Full forgjöf er 36. Sex mót af tíu gilda til verðlauna. Sjá nánar á https://www.facebook.com/groups/726726834122500/