Eyjan – breytt vetrardagskrá

Golfklúbbur Borgarness Viðburðir

Vetrarstarf barna og unglinga  hjá Golfklúbbi Borgarness hófst 16 janúar í inniaðstöðu okkar Eyjan (í Brákarey).  Æfingar eru alla mánudaga kl 17.00 til 18.30 og föstudaga kl 14.30 til 15.30   Jóhannes Ármannsson mun sjá um þjálfun.

Kvennanefnd GB hefur ákveðið  æfingatíma kvenna á miðvikudögum kl. 17.00-18.30

Almennir tímar GB eru sunnudaga kl. 13.00-15.00.  Stundum verður stillt upp mótum og keppnum.

Golfhermirinn er eftirsóttur um þessar mundir.  Mjög fljótlega birtist hlekkur á heimasíðunni þar sem hægt er að bóka sig að vild