Barna og unglingaæfing fellur niður

Golfklúbbur Borgarness Viðburðir

Veðurspáin í dag, föstudaginn 24. febrúar er það slæm að golfæfing barna og unglinga í Eyjunni   kl. 14.30 – 15.30 er felld niður.

Frá barna- og unglinganefnd GB til foreldra barna:

Munið eftir golfæfingum barna og unglinga á mánudögum kl 17 til 18.30 og föstudaga kl 14.30 til 15.30 í Eyjunni.  Þjálfari (til að byrja með) Jóhannes Ármannsson. Hollt er barninu að byrja að læra golf innandyra í æfingaaðstöðinni okkar út í Eyju og svo þegar vorið kemur verða æfingar utandyra (mögulega á Skallagrímsvelli) og  auðvitað upp á Hamarsvelli. Það er frábær aðstaða á öllum þessum stöðum.

Endilega leyfið börnunum að koma og prófa golf. Kylfur til staðar fyrir þá sem ekki eiga.