Staðarreglur á Hamarsvelli 2022
1. Vallarmörk:
Völlurinn afmarkast af girðingu þar sem hún er, annars af hvítum hælum.
2. Bætt lega vegna ástands vallar:
Bolti sem liggur á snöggslegnu svæðum má vítalaust lyfta, hreinsa og leggja aftur innan einnar kylfulengdar, en ekki nær holu. Bolti sem þannig er lagður er í leik má ekki lyfta aftur samkvæmt þessari reglu. Leyfð er færsla á flötum sem nemur púttershaus.
3. Grundi í aðgerð:
Blómabeð fyrir aftan 1. flöt er grund í aðgerð og er leikur þar bannaður. Beðin eru afmörkuð af grænum hælum með blárri línu og ná út að vallarmörkum.
Blómabeð ofan við 6. flöt eru grund í aðgerð og er leikur þar bannaður og eru beðin merkt með einum bláum hæl með hvítum toppi.
4. Lausung
Trjáflísar (kurl) í trjábeðum eru lausung. Um það gildir regla 15.1
5. Hindranir
Jarðfastir steinar á snöggslegnu svæði, fjarlægðarmerki, stuðlabergssteinar við teiga, vökvunarbúnaður, ruslatunnur og bekkir, auglýsingaskilti og stóra Appelsín-dósinn (gamli súrheysturninn) á 4. braut ásamt steinum og ljóskösturum í kringum hana eru óhreyfanlegar hindranir. (Regla 16.1) Steinar í glompum eru hreyfanlegar hindranir. (Regla 15-2)
6. Vítasvæði (regla 17)
Vítasvæði eru eingöngu merkt með rauðu spreyi.
7. Varabolti vegna bolta innan vítasvæðis á 13. og 16. braut.
„Ef leikmaður veit ekki hvort bolti hans er innan vítasvæðis vinstra megin á 13. og 16. braut, má leikmaðurinn leika varabolta samkvæmt reglu 18.3 sem er breytt þannig:
Við að leika varaboltanum má leikmaðurinn nota fjarlægðarlausn (sjá reglu 17.1d(1)), aftur-á-línu lausn (sjá reglu 17.1d(2)) eða hliðar lausn (sjá reglu 17.1d(3)).
Eftir að leikmaðurinn hefur leikið varabolta samkvæmt þessari reglu má hann ekki nota aðra möguleika samkvæmt reglu 17.1 í tengslum við upphaflega boltann. Við að ákvarða hvenær varaboltinn verður bolti leikmannsins í leik eða hvenær verður eða má hætta leik með honum eiga ákvæði reglna 18.3c(2) og 18.3c(3) við, nema að:
- Þegar upphaflegi boltinn finnst innan vítasvæðis og innan þriggja mínútna leitartímans. Leikmaðurinn getur valið að:
- Halda leik áfram með upphaflega boltanum þar sem hann liggur innan vítasvæðisins og þá má ekki leika varaboltanum. Öll högg með varaboltanum áður en leik með honum var hætt (þar á meðal slegin högg og vítahögg sem beinlínis hlutust af leik hans) gilda ekki, eða
- Leika varaboltanum og þá má ekki leika upphaflega boltanum.
- Þegar upphaflegi boltinn finnst ekki innan þriggja mínútna leitartímans eða það er vitað eða nánast öruggt að hann er innan vítasvæðis. Varaboltinn verður bolti leikmannsins, í leik.