Siðareglur

SIÐAREGLUR
GOLFKLÚBBS BORGARNESS

Siðareglur Golfklúbbs Borganess sem PDFPDF

Hvað eru siðareglur?

  • Siðareglur eiga að veita öllum félagsmönnum, starfsmönnum, þjálfurum, foreldrum og öllum þeim sem koma að starfinu  almennar leiðbeiningar bæði í leik og starfi.
  • Þær eru ekki tæmandi en eiga að vera til ábendingar og vera hvetjandi.
  • Aðhald felst í almennu viðhorfi til boðskapar reglnanna.
  • Siðareglurnar skal kynna öllum þeim sem að starfinu koma.

Þú sem félagsmaður í Golfklúbb Borgarness ættir að:

  • Gera alltaf þitt besta.
  • Virða allar reglur og venjur varðandi heiðarleika í íþróttum.
  • Sýna ávallt öðrum virðingu, jafnt í meðbyr sem mótbyr.
  • Taka þátt í íþróttum á eigin forsendum en ekki vegna þess að foreldrar þínir eða þjálfari vilja það.
  • Sýna öllum iðkendum virðingu, jafnt samherjum sem mótherjum.
  • Þræta ekki eða deila við þjálfarann eða dómarann.
  • Sýna öðrum virðingu og vera heiðarlegur og opinn gagnvart þjálfara og forystufólki félagsins sem ber ábyrgð á þér við æfingar og keppni.
  • Forðast neikvætt tal eða niðurlægjandi köll um samherja, mótherja, dómara, þjálfara eða starfsmenn félagsins.
  • Koma fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.

Þú sem þjálfari í Golfklúbb Borgarness ættir að:

  • Meðhöndla alla iðkendur á einstaklingsgrunni og á þeirra eigin forsendum.
  • Styrkja jákvæða hegðun og framkomu.
  • Sjá til þess að þjálfun og keppni sé við hæfi iðkenda með tilliti til aldurs, reynslu og hæfileika.
  • Halda á lofti heiðarleika golfíþróttarinnar.
  • Viðurkenna og sýna virðingu þeim ákvörðunum sem dómarar taka.
  • Fá iðkendur til að vera með í ákvörðunum sem tengjast þeim og kenna þeim að bera ábyrgð á eigin hegðun og framförum í íþróttinni.
  • Vera réttlátur, umhyggjusamur og heiðarlegur gagnvart öllum iðkendum í starfinu hjá þér.
  • Viðhafa jákvæða gagnrýni og forðast skal neikvæða gagnrýni.
  • Huga ávallt að heilsu og heilbrigði iðkenda þinna og varastu að setja þá í aðstöðu sem ógnað gæti heilbrigði þeirra.
  • Sýna þeim iðkendum athygli og umhyggju sem orðið hafa fyrir veikindum eða meiðslum.
  • Leita samstarfs við aðra þjálfara og sérfræðinga þegar þess þarf.
  • Viðurkenna rétt iðkandans til þess að leita ráða frá öðrum þjálfurum.
  • Samþykkja aldrei ógnandi eða ofbeldisfulla tilburði.
  • Beita iðkanda aldrei kynferðislegu, líkamlegu eða andlegu áreiti.
  • Aldrei að aka iðkendum, hvorki á leiki né æfingar, nema með leyfi foreldra.
  • Sinna iðkendum á æfingum en þess utan skaltu halda þig í faglegri fjarlægð.
  • Forðastu að hafa samskipti gegnum síma og netið nema til boðunar æfinga og upplýsingagjafar.
  • Vera meðvitaður um hlutverk þitt sem fyrirmynd, bæði utan vallar og innan.
  • Tala alltaf gegn notkun ólöglegra lyfja.
  • Tala ávallt gegn neyslu áfengis og tóbaks.
  • Koma eins fram við alla iðkendur, óháð kyni, kynþætti, stjórnmálaskoðunum, trúarbrögðum og kynhneigð.
  • Notfæra aldrei aðstöðu þína sem þjálfari til að uppfylla eigin áhuga á kostnað iðkandans.
  • Hafa ávallt í huga að þú ert að byggja upp einstaklinga, bæði líkamlega og andlega.
  • Koma þér aldrei í þá aðstöðu að þú sért einn með iðkanda.

Þú sem stjórnarmaður/starfsmaður hjá Golfklúbb Borgarness ættir að:

  • Standa vörð um anda og gildi Golfklúbbs Borgarness.
  • Koma fram við alla félagsmenn sem jafningja, óháð kyni, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, litarhætti og kynhneigð.
  • Hafa lýðræðisleg vinnubrögð í heiðri.
  • Halda félagsmönnum vel upplýstum og gera félagsmenn að þátttakendum í ákvarðanatöku eins og hægt er.
  • Vera ávallt til fyrirmyndar varðandi hegðun og framkomu, bæði innan félags og utan.
  • Taka ábyrgð alvarlega sem þú hefur gagnvart félaginu og iðkendum.
  • Hafa ávallt í huga að í félaginu er verið að byggja upp fólk.
  • Reka félagið ávallt eftir löglegum og ábatasömum reikningsaðferðum.
  • Notfæra sér aldrei stöðu sína hjá félaginu til eigin framdráttar á kostnað félagsins.

Þú sem foreldri/forráðamaður barna og ungmenna í Golfklúbb Borgarness:

  • Barnið þitt er í íþróttum vegna eigin ánægju.
  • Það er gaman í golfi, alls ekki vera með of miklar kröfur.
  • Mættu á golfmót, golfæfingar og ýmsa atburði tengda golfinu, ef börnin óska þess.
  • Best er að aðstoða og hrósa öllum ungum kylfingum meðan á leik eða keppni stendur, ekki aðeins dóttur þinni eða syni.
  • Hvetja skal barn bæði þegar vel gengur og þegar á móti blæs.
  • Berðu virðingu fyrir störfum þjálfarans.
  • Þjálfari er leiðbeinandi barnanna, varast skal að gagnrýna ákvarðanir hans meðan á æfingu eða leik stendur.
  • Hafðu áhrif og hvettu barnið þitt til þátttöku.
  • Spurðu barnið hvort keppnin eða æfingin hafi verið skemmtileg eða spennandi, skor eða úrslit eru ekki alltaf aðalatriðið.
  • Leitaðu eftir réttum og skynsamlegum útbúnaði fyrir viðkomandi.
  • Sýndu starfi golfklúbbsins virðingu.
  • Vertu virkur á foreldrafundum þar sem umræður fara fram um starfsemi barna og ungmenna í golfþjálfun.
  • Gerðu þér grein fyrir því að barnið þitt er að leika golf, ekki þú.
  • Hafðu í huga að barn eru ekki fullorðinn einstaklingur.
  • Vertu duglegur að hafa samband við viðkomandi aðila ef það er eitthvað sem betur má fara eða um það sem er vel gert.
  • Golfklúbbur Borgarness hvetur alla þá sem telja sig hafa orðið fyrir einelti eða ofbeldi af einhverju tagi, eða hafa vitneskju um slíkt, að tilkynna það sem fyrst til framkvæmdarstjóra, íþróttastjóra- eða formanns Golfklúbbs Borgarness. Þar verður  málið  sett í viðeigandi farveg.
  • Öllum á að líða vel hvort sem viðkomandi er kylfingur og/eða starfsmaður að iðka sína íþrótt/atvinnu í  allri golfaðstöðu hjá Golfklúbb Borgarness.
  • Einelti verður ekki liðið og allar tilkynningar um einelti, kynferðislegt áreiti eða annað ofbeldi eru teknar alvarlega.
  • Ofangreindir aðilar skipa teymi innan klúbbsins sem skal afla frekari upplýsinga um meint einelti/ofbeldi og setja af stað aðgerðaráætlun sem miðar að því að uppræta það.
  • Alltaf skal tilkynna alvarlegt ofbeldi til lögreglu.