Golfkennsla og æfingar

Image

Golfæfingar fyrir börn og unglinga hjá Golfklúbbi Borgarness

Golfklúbburinn hefur fengið aðstöðu í Menntaskóla Borgarfjarðar verður þar með æfingar fyrir börn og unglinga fram á vorið. Aðstaðan er í kjallara skólans, í minni salnum, frá 17:00 til 18:00 á þriðjudögum.

Búið er að koma upp golfaðstöðu þar svo við getum stundað æfingar. Þar notum við ýmiskonar æfingatæki. Vinnum líka með jafnvægisæfingar ásamt samhæfingu. Þá getum við púttað og slegið bolta með SNAG búnaði.

Athugið að gengið er inn fyrir aftan skólann.

Þjálfari verður Guðmundur Daníelsson íþróttastjóri Golfklúbbs Borgarness.

Endilega sendið spurningar á gummi@gbgolf.is ef einhverjar spurningar vakna.

Hlökkum til að sjá ykkur.


Golfkennarar Golfklúbbs Borgarness 2021 eru Guðmundur Daníelsson íþróttastjóri GB og PGA golfkennaranemi og Bjarki Pétursson atvinnukylfingur.

   

Hægt er að fá kennslu fyrir kylfinga á öllum getustigum, byrjendur jafnt sem lengra komna.

Einkakennsla (fyrir einn kylfing) Verð
 • 30 mínútur
5.000.- kr.
 • 60 mínútur
8.000.- kr.
Einkakennsla (fyrir tvo kylfinga)
 • 30 mínútur
7.000.- kr.
 • 60 mínútur
10.000.- kr.
Hópkennsla (3-4 kylfingar)
 • 60 mínútur
12.000.- kr.
 • 90 mínútur
17.500.- kr.
Spilakennsla (1-3 kylfingar)
 • 9 holur
18.000.- kr.

  Tímapantanir á netfangið gummi@gbgolf.is eða bpeturss@gmail.com 

  Með kveðju

  Guðmundur Daníelsson
  Íþróttastjóri Golfklúbbs Borgarness
  PGA Golfkennaranemi
  og
  Bjarki Pétursson
  PGA Professional