Þrátt fyrir alsherjarfár í heiminum öllum og marktækra sem og áhrifaríkra takmarkana okkar yfirvalda til þessa að sporna við þessu fári hérlendis lætur náttúran ekki að sér hæða og heldur sínu striki.
Hamarsvöllur, eins og aðrir golfvellir, er ekkert undanþegin lögmáli náttúrunnar og krefst ákveðins undirbúnings fyrir okkar stutta golfsumar. Fyrir utan völtun, áburð, götun, söndum, dressun, klipping trjáa og margt fleira er þessi tími helst notaður til endurbóta á vellinum.
Nokkrar slíkar eru fyrirhugaðar í vor. Ein þeirra var endurbætur á framkvæmd á brú yfir læk á 5. braut sem unnin var í fyrravor. Guðbrandur og Þórhallur voru Jóhannesi vel innan handar í þessari framkvæmd.
Formlega er sumarið komið, og til hamingju með það. Samkomubann er þó til 4. maí.
Við munum upplýsa félagsmenn um hvenær og hvernig má leika golf á Hamarsvelli þegar nær dregur.