Vorverk að Hamri

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Ágætu félagar.

Vorvinna við völlinn er hafin. Nú er verið að bera áburð á völlinn og á FLATIR VALLARINS er borið efni sem þolir illa umgengni meðan það er að ganga niður í svörðin. Við biðjum því alla félaga sem nýta sér góða veðrið og ganga um golfvöllinn að halda sig frá flötunum þessa og næstu viku eða til 23. apríl.

Kveðja

Golfklúbbur Borgarness