Framkvæmdarstjórinn hefur staðið í stórframkvæmdum á vellinum í góða veðrinu undanfarna daga. Allt aðgerðir sem miða að betrun bleytusvæða.
Stærstu aðgerðirnar eru umbylting á tjarnarsvæðunum á fimmtu og sjöttu braut. Einnig var unnið í bleytusvæðum á þriðju braut og þeirri þrettándu.