Það vorar mjög vel og Jóhannes hefur kallað á valda vallarstarfsmenn úr vetrardvalanum til að gera völlinn klára sem fyrst. Verið er að bera á flatir, slá og þrífa völlinn þar sem það á við. Flestum ætti að vera kunnugt um þær aðgerðir sem lagt var í til að drena bleytusvæði og/eða fegra umhverfið.
Vallarnefnd og framkvæmdastjóri GB hvetja því félagsmenn til vinnuátaks næsta föstudag þann 19. apríl til að hjálpa til við að gera svæði enn betur tilbúið fyrir sumarið. Ákveðinn verkefnalisti liggur fyrir þannig að félagar geta gengið beint að verki.
Vinnuátakið er frá kl. 10.00 til 14.00 og verður þá boðið í pulsuveislu að íslenskum sið.