Vetrarlokun Hamarsvallar 2022

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Nú hefur verið lokað inná sumar-green á Hamarsvelli. En verið er að koma vetrar-greenum í gagnið. Við viljum biðja þá kylfinga sem hyggjast spila völlinn að ganga vel um og sýna nærgætni. Völlurinn er blautur og viðkvæmur á þessum tíma.

Við biðjum kylfinga einnig um að spila eftirfarandi lykkju ef spila á völlinn.
Holur sem verða í leik: 1. – 11. – 12. – 13. – 14. – 15. – 16. – 17. – 18.
Þetta gerum við til að vernda viðkvæmari og blautari hluta vallarins.

Golfklúbbur Borgarness þakkar öllum gestum sumarsins kærlega fyrir komuna. Ástand vallarins var með besta móti í sumar og vonum við að sumarið 2023 verði flott. Hlökkum til að taka á móti öllum á nýju ári.

Kær kveðja,
Golfklúbbur Borgarness