Vetrarlokun Hamarsvallar 2021

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Nú hefur Hamarsvelli verið lokað fyrir öðrum en félagsmönnum Golfklúbbs Borgarness. Við viljum biðja félagsmenn GB sem hyggjast spila völlinn að ganga vel um og sýna nærgætni. Völlurinn er blautur og viðkvæmur á þessum tíma.

Við biðjum félagsmenn einnig um að spila eftirfarandi lykkju ef spila á völlinn.
Holur sem verða í leik: 1. – 11. – 12. – 13. – 14. – 15. – 16. – 17. – 18.
Þetta gerum við til að vernda viðkvæmari og blautari hluta vallarins.

Kær kveðja,
Golfklúbbur Borgarness