GB mun í samvinnu við Adidas, Heimsferðir og Hótel Hamar halda mjög veglegt tveggja daga hjóna og paramót í lok júní en mótslýsing er þannig:
Hjóna- og paramót Heimsferða, Adidas, Hótels Hamars og GB föstudaginn 28. júní og laugardaginn 29. júní.
Leikinn verður betri bolti fyrri daginn og eftir Greensome fyrirkomulagi seinni daginn. Ræst verður út á 1 & 12 braut.
Spilaður verður HÖGGLEIKUR BÁÐA DAGANA.
Á laugardagskvöldið er svo boðið til glæsilegrar veislu og verðlaunaafhendingar í okkar frábæra klúbbhúsi GB að Hótel Hamri.
Glæsileg verðlaun í boði
Nánari uppl. á netfang gbgolf@gbgolf.is
VERÐLAUN Í HJÓNA-OG PARAMÓTINU VERÐA AUGLÝST NÁNAR INNAN TÍÐAR OG AÐ HÆTTI GB ERU MÖRG FRÁBÆR VERÐLAUN Í BOÐI
Þar á meðal verðlaun fyrir 1. til 10 sæti í mótinu.
Næstur holu á öllum par 3 brautum vallarins báða dagana, (fimm holur-tíu möguleikar)
Næstur holu í 2 höggum á 1, 4, 9, 11, 14 og 16 braut fyrri keppnisdag:
Karlar –
Konur –
Næstur holu í 3 höggum á 10, 13 og 17 braut seinni keppnisdag:
Karlar –
Konur –
Lengsta upphafshögg á 11. braut seinni keppnisdag:
Karlar –
Konur –
Ennfremur:
Dregið úr skorkortum í veislu laugardag.
Teiggjafir fyrri dag.
Verð: 29.000 kr. fyrir hjón/par. Mótsgjald og þriggja rétta kvöldverður (laugardag).