Vel heppnuð bændaglíma að baki og verðlaun fyrir GB-mótaröð

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Bændaglíma 2022 fór fram 1. október sl. Alls voru 28 keppendur skráðir til leiks. Það vorur dömu- og herra stjórarnir Margrét Katrín og Hilmar Hákonar sem að voru bændur að þessu sinni. Margrét fór fyrir Rauða liðinu og Hilmar fyrir Bláa liðinu. Margar spennandi viðureignir fóru fram en að lokum varð það ljóst að Bláa liðið hafði betur og sigraði. Við óskum Hilmar og hans búaliði til hamingju með sigurinn.

Eftir bændaglímuna voru veitt verðlaun fyrir GB-mótaröð sumarsins. Þar voru veitt verðlaun fyrir 5 efstu sæti í karla og kvenna flokki. Þá voru veitt verðlaun fyrir Nýliða ársins og hæsti heildarfjöldi punkta í mótaröðinni.

Geiri bakari skellti í tertu og verðlaun voru afhent við hátíðlega athöfn á Hótel Hamri.

1.-2. sæti karlar Jón Bjarni Björnsson 230 punktar
1.-2. sæti karlar Daníel Örn Sigurðarson 230 punktar
3. sæti karlar Atli Aðalsteinsson 229 punktar
4. sæti karlar Jón Arnar Sigurþórsson 221 punktar
5. sæti karlar Birgir Hákonarson 219 punktar
1. sæti konur Kristjana Jónsdóttir 228 punktar
2. sæti konur Sveinbjörg Stefánsdóttir 226 punktar
3. sæti konur Margrét Katrín Guðnadóttir 224 punktar
4. sæti konur Júlíana Jónsdóttir 219 punktar
5. sæti konur Guðrún Sigurðardóttir 215 punktar
Nýliði ársins Sigurður Friðgeir Friðriksson 54.0 í 30.7 eða 43% lækkun
Hæsti heildarfjöldi punkta Birgir Hákonarson 392 puntkar. Tók þátt í öllum 12 GB mótum

 

Takk kærlega fyrir þátttökuna í sumar!