Vanur/Óvanur sunnudaginn 19. júlí kl. 17:00

Golfklúbbur Borgarness Fréttir, Viðburðir

Vanur/Óvanur

Verður haldið sunnudaginn 19. júní 2020 kl. 17:00 að Hamri. Skráning er ekki nauðsynleg en mæting er kl. 16:30 við Hótel Hamar. Vinsamlegast skráið ykkur á blað í móttöku við komu á Hótel Hamar.
Leikið verður 12 holu, 3 manna Texas-Scramble. Fjölmennum og höfum gaman.
Eftir hringin stefnum við að því að borða saman að Hótel Hamri.

3 manna Texas Scramble
Þegar 3 manna Texas Scramble er leikið leika þrír kylfingar saman í liði. Fer leikurinn þannig fram að allir þrír slá högg af teig, síðan velja þeir þann bolta sem þeim þykir vera í bestu stöðunni og slá allir boltann þaðan. Þeir sem eiga þá bolta sem kylfingunum þykir lakari færa því sinn bolta að bolta félaga síns. Sá sem átti besta boltann slær yfirleitt á undan og hinn á eftir. Eftir þau högg endurtekur ferlið sig allt þangað til boltinn er kominn í holuna.