Vanur – Óvanur (4 manna texas scramble)

Golfklúbbur Borgarness Fréttir, Viðburðir

Vanur-Óvanur sunnudaginn 15. sept. kl. 12.00-13.00

Texas Scramble fyrirkomulag þar sem fjórir eru saman í liði. Allir slá upphafshöggið og valið er besta höggið, allir (þrír) slá þaðan NEMA sá sem átti höggið. Svona gengur þetta koll af kolli þangað til boltinn endar í holu. Allir 4 kylfingar hvers liðs þurftu þó að eiga 2 teighögg hver.  Með þessu móti er hægt að taka meiri sénsa, óvanir eiga oft lykilhögg og er skorið eftir því. Eða yfirleitt gott.  

Forgjöf er reiknuð þannig. Vallarforgjöf allra í teyminu er lögð saman og deilt í með FIMM. Forgjöf teymis getur aldrei orðið hærra en þess í teyminu er lægstu forgjöfina hefur.

Dæmi 1. A=24   B=20      C=40      D=54     =(24+20+40+54)/5     Forgjöf teymis reiknast = 28 en verður =20

Dæmi 2. A=18   B=22      C=36      D=48     =(18+22+36+54)/5   5     Forgjöf teymis reiknast = 25 en verður =18

Við hvetjum alla nýliða og þá sem eru óvanir að taka þátt í mótum að melda sig í VANIR- ÓVANIR þar sem notað er leikform sem býður upp á glens og gaman og samvinnu sem og alvöru.

Allir skrá sig í rástíma og mótanefnd GB raðar síðan saman í “holl”.

Þeir sem eru að skrá sig í mót í fyrsta skipti og þurfa á aðstoð að halda sendi tölvupóst á gbgolf@gbgolf.is eða bob@gbgolf.is og við leysum málið.

Mótgjald er kr. 0