Úrslit í Hjóna og parakeppni GB

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

úrslit hjóna para loka

Föstudagur_ laugardagur nándverðlaun-verðlaunahafa

Fyrsta tveggja daga Hjóna- og parakeppni GB var haldin föstudag og laugardag 28.-29. júní. Allar aðstæður fyrir slíkt mót eru frábærar á Hamarsvelli með heilt “golf resort” í hlaðvarpanum.

Enda hafa 164 þátttakendur í þessa tvo daga lýst yfir mikilli ánægju með völlinn, umgerðina og aðstæður sem í boði eru.

Það er viss spenna því þó við höfum birt samtals skor beggja daga þá eru margir á sama skori. Þá gilda almennar reglur um útreikninga á seinni hring. Úrslitin voru kynnt á lokahófinu. Því hefur spennunni verið haldið með því að birta úrslitin ekki fyrr en nú á heimasíðunni.

Golfklúbbur Borgarness vill þakka keppendum samveruna þessa 2 daga og minnir á að þetta mót er komið til að vera. Eða síðasta föstudag/laugardag í júní ár hvert. Þeir sem tóku þátt í þessu móti ganga fyrir að ári. En til þess að svo sé þarf að staðfesta það með í tölvupósti til gbgolf@gbgolf.is með nöfnum, kennitölum, netföngum og símum hjóna/para sem fyrst.

Mótanefnd GB