Ágæta keppendur í Hjóna og parakeppni GB.
Á morgun, föstudag, hefjum við Hjóna- og parakeppni GB 2020 og ætlum að hafa jafn mikið eða meira gaman en síðasta sumar. Við í GB munum að sjálfsögðu reyna að gera okkar besta til að svo verði.
Örlitlar breytingar hafa orðið á rástímarammanum þannig að við biðjum keppendur að gefa honum gaum þannig að þeir standi klárir að sínum rástíma.
Við í GB hlökkuðum til að keyra þetta mót í golfbox, hinu nýja viðmóti GSÍ er snýr að okkur golfurum og geta birt allar upplýsingar miðlægt og með þeim göldrum er golfbox á að geta boðið upp á. En því miður eru tæknilegir örðuleikar á því hjá GSÍ þannig að við þurfum að vinna mótið á sama hátt og í fyrra. Í reiknivangi. En við látum svona smámuni ekki eyðileggja ánægjuna fyrir ykkur.
Ennþá eru herbegi laus á Hótel Hamri ef fólk vill nýta sér þá möguleika. Sendið fyrirspurn til hamar@icehotels.is eða hringið í 433-6600 til að bóka eða bera fram fyrirspurn.
Allar óskir um golfbíla fara í gegnum hamar@icehotels.is sem og sérþarfir í mat og drykk.
Mótsgjald (fyrir hjón) í mótið er sem fyrr segir kr. 38.000.- Innifalið í því er veglegt lokahóf laugardaginn 27. júní
Við biðjum keppendur að ganga frá þátttökugjaldinu þ.e. 38.000 – 15.000 staðfestinu þ.e. kr. 23.000 fyrir mót. Þeir örfáu sem ekki hafa greitt staðfestinguna, greiða auðvitað kr. 38.000
Bankaupplýsingar:
0186 – 26 – 020038
Kt.: 610979-0179
Reikningar þeirra er nýta húsbýlastæðin m. rafmagni (við Skála) verða sendir til viðkomandi í lok móts í ljósi gistinátta.
Hjálagt er uppfærður rástímaramminn fyrir fyrsta dag mótsins, föstudag. Látum keppnisskilmála fylgja með.
Frekari upplýsingar um verðlaun í mótinu og nándarverðlaun hvorn dag fyrir sig birtist á keppnisdag á Hótel Hamri sem og gbgolf.is
Keppnistjórn og framkvæmdarstjóri GB
Keppnisskilmálar-Hjóna-og-paramót-GB-2019-003
drög rástímum_föstudag_endanleg