Anton Elí Einarsson er á afrekssamningi hjá GB og hefur verið í nokkur ár. Hann hefur staðið sig í prýði í afreksmótum GSÍ hingað til, þar sem hann leikur undir merkjum GB.
Framundan í sumar eru 5 mót í Íslandsbankamótaröðinni (einu móti þegar lokið), sem er mótaröð unglinga/ungmenna. Anton Elí leikur þar í flokki 17-18 ára pilta. Í þessu fyrsta móti náði Anton Elí skínandi árangri í sínum flokki eða 7. sæti. https://golf.is/islandsbankamotarodin-urslit-ur-fyrsta-moti-timabilsins/
Anton Elí stefnir einnig að þátttöku í þremur mótum í Eimskipsmótaröðinni í sumar. Eða að henda sér af alvöru út í djúpu laugina.
Anton Elí hefur verið til aðstoðar Unglinganefnd GB við þjálfun barna og unglinga í Eyjunni í vetur og verður til staðar (ef tími vinnst til og vinna leyfir) í sumar með Magnús Birgissyni og þá honum til aðstoðar.
Við óskum þessum unga og duglega kylfing alls hins besta í bardögum sumarsins og góðum frama.