Umhirða í sandglompum – göngum vel um

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Kæru félagar,

Nokkuð hefur borið á því að kylfingar á Hamarsvelli raki ekki sandgryfjur eftir að búið er að ganga um þær eða slá upp úr þeim. Það er fátt leiðinlegra en að lenda í djúpu kylfufari eða djúpu skófari í glompunum. Höfum hugfast að við göngum frá sandgryfjunum eins og við myndum vilja koma að þeim.

Okkar frábæru vallarstarfsmenn leggja metnað sinn í að halda glompunum flottum allt sumarið og eru þær rakaðar og snyrtar reglulega. Sýnum vallarstarfsmönnum og fallega vellinum okkar þá virðingu að ganga vel. Þá verða allir ánægðari og golfið verður skemmtilegra.

Eins viljum við biðja kylfinga sem fara um Hamarsvöll að leggja vallarstarfsmönnum lið og raka glompur sem að þeir sjá að eru illa rakaðar og ósléttar.

Hér fyrir neðan er stutt kennslu myndband þar sem sýnt er hvernig raka skal sandgryfju:

En auðvita er besta ráðið bara að halda sig frá glompunum og halda sig á grænu flötunum.

Kveðja,
Golfkúbbur Borgarness