Takk fyrir frábæran hreinsunardag

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Síðasta laugardag var haldin hreinsunardagur. Voru 15 ferskir félagar mættir. Mikill kraftur var í hópnum og var gengið hreint til verks. Allir göngustígar á vellinum voru hreinsaðir og gerðir klárir fyrir sumarið á met tíma eða 3 klukkustundum og 12 mínútum. Annar hópur fór um völlinn og plokkaði og tók allt sýnilegt rusl á vellinum. Síðan voru hælar á vellinum yfirfarnir og komið á rétta staði. Það verk heldur áfram.

Eftir vinnuna vera sest til borðs á Hótel Hamri þar sem borin var fram súpa til að ná upp orku eftir erfiði dagsins.

Kærar þakkir allir þeir sem mættu og kláruðu þetta með okkur. Frábær dagur!

Sérstakar þakkir frá Jóhannesi til ykkar allra. Við látum nokkrar myndir frá hreinsunardeginum fylgja.

Nú er völlurinn opinn fyrir félagsmenn. Göngum vel um völlinn og njótum í þessu frábæra umhverfi.

Kær kveðja,

Golfklúbbur Borgarness