Styrktarmót fyrir Bjarka Pétursson

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Þann 28. maí 2022 verður haldið styrktarmót fyrir okkar eina Bjarka Pétursson. Við hvetjum alla til þátttöku og styrkja með því Bjarka í baráttunni á meðal þeirra bestu.

Allur ágóði mótsins rennur beint til Bjarka til þess að standa straum af æfingum og keppnisferðalögum á tímabilinu 2022.

Bjarki er með takmarkaðan þáttökurétt á Challenge Tour og fullan rétt á Nordic League og spilar allt árið á þessum mótaröðum.

Leikmenn sem ætla að leika saman í liði eru beðnir um að skrá sig hlið við hlið á rástímalista.

Skráning er í GolfBox

Verðlaun fyrir efstu 5 sætin

Nándarverðlaun á öllum par 3

Fyrir þá sem sjá sér ekki fært að mæta en vilja styrkja Bjarka geta lagt inn á eftirfarandi reikning.

Bankareikningur: 0354-26-021294

Kennitala: ​021294-3229

Nánar um mótið á GolfBox