Um helgina (11. – 12. jan.) verður teppið á púttflöt Eyjunnar rifið af og falla því allar púttæfingar niður þar til föstudaginn 17. janúar.
Í næstu viku koma til okkar sérfræðingar (frá Bretlandi) til að leggja nýja æfingaflöt í Eyjunni. Gervigras sem líkir eftir því bezta sem gerist á flötum golfvalla í dag. Eiginleiki þessa grass er mældur í 8.5-9 STIMPHRAÐA.
Til skýringar er: að mæla Stimp þá er golfbolta sleppt í sérgerðri rennu sem er 22° (eða 24.44 gon) yfir sléttri flötinni (eða fleti) og rennslið eða Stimp markast af þeim fetum er boltinn rennur á flötinni (eða fletinum). Stimp 8.5 þýðir um 2.6 metra í rennsli sem er álíka og beztu sumarflatargæði hjá okkur við eðlilegar aðstæður.
Auðvitað verður haldið upp á “nýju flötina” með OPNUNARmóti sunnudaginn 19. janúar. Góðir vinningar í boði.
Við bjóðum upp á 10% afslátt af félagsgjöldum GB 2020. Til að auðvelda félagsmönnum hvaða upphæð á að greiða með afslætti, þá er hún eftirfarandi:
Félagsgjöld GB 2020
Félagsgjald – M. 10% afsl.
Almennt gjald 21-66 ára 91.200.-kr. 82.100.-kr.
67 ára og eldri 70.700.-kr. 63.600.-kr.
Hjónagjald 21-66 ára 162.000.-kr. 145.800. kr.
Hjónagjald +67 ára (bæði) 123.300.-kr. 111.000.-kr.
15 ára og yngri 15.000.-kr. 13.500.-kr.
16-21 árs 25.000.-kr. 22.500.-kr.
Sem sagt þá er 10% afsláttur af félagsgjöldum veittur ef þau eru greidd fyrir 1. feb. nk. á reikning 0186-26-020038 kt. 610979-0179 (takið fram kennitölu greiðanda). Sendið kvittun á gbgolf@gbgolf.is