Staðfesting á mætingu í rástíma

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Nauðsynlegt er að kylfingar staðfesti mætingu í rástíma. Ef kylfingur staðfestir ekki mætingu þá mun viðkomandi rástími losna og standa öðrum kylfingum til boða.
Þeir kylfingar sem ítrekað hafa ekki staðfest rástíma sem bókaður hefur verið geta átt á hættu að vera settir í vikubann frá bókun rástíma.
Virðum rástíma hvors annars og mætum til leiks.
Til að staðfesta rástíma í Golfbox appi fylgirðu eftirfarandi:
1. Smelltu á Rástímaskráning
2. Smelltu á Mínir rástímar
3. Smelltu á Rástímann sem þú ætlar að staðfesta
4. Smelltu á Staðfesta mætingu
Vinsamlega kynnið ykkur leiðbeiningar um staðfestingu á mætingu: Leiðbeiningar eru hér