Hamarsvöllur kom vel undan vetri þrátt fyrir að sá skratti hafi verið mjög risjóttur og viðsjárverður. Framkvæmdarstjóri/vallarstjóri hóf þó snemma að kitla gróðurinn til dáða á flötum og öðrum mikilvægum stöðum, það vel að 8. maí var völlurinn opnaður almennri umferð. Þennan tæpa vormánuð til þessa hefur aðsókn að Hamarsvelli verið frábær. Það sem er frábærar er að stór hluti golfara vilja einnig gista Hótel Hamar. Okkur sýnist júní ætla að vera á sömu nótum. Rástímabókanir eru nokkuð farnar að líkjast völlunum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Félagar GB hafa þó dags forskot á aðra að bóka rástíma. Ef þið skráið ykkur og nýtið þá ekki endilega afbókið í tíma. Ef þið nýtið þá, endilega staðfestið komu ykkar á völlinn.
Sjá má myndir af Hamarsvelli í dag, 6. júní og hversu langt gróður og umhirða er kominn.