Snorri Hjaltason fór holu í höggi á fyrsta degi meistaramóts GB.

Jóhannes Fréttir

Meistaramót GB er hafið í blíðskaparveðri að Hamri.

Snorri Hjaltason fór holu í höggi á 14. braut sem er 144 metrar að lengd. (af hvítum teigum)
Kallinn notaði 7 járn í verkið. Við hjá GB óskum Snorra innilega til hamingju, þess má geta að þetta er í fjórða skiptið sem Snorri fer holu í höggi.