Sláttur hafinn í Borgarfirði

Golfklúbbur Borgarness Fréttir

Nú í morgun 28. apríl voru fyrstu grínin slegin. Völlurinn kemur vel undan vetri en er að venju dálítið blautur á þessum tíma. En græni liturinn er óðum að færast yfir og getum við farið að hlakka til að spila Hamarsvöll.

Við leyfum vellinum þó að njóta vafans og stefnum að opnun eftir 5-10 daga. Nánari tilkynning verður send út þegar að völlurinn opnar.

Nú er um að gera að fara að liðka sig og æfa sveifluna. Við minnum á að æfingasvæðið er opið og gott að slá þar í góða veðrinu

Með vorkveðju,

Golfklúbbur Borgarness.