Á fjórða tug félaga mættu á almennan félagsfund þar sem nýju vallarframkvæmdirnar voru kynntar sem og samningur við Hótel Hamar um aðstöðu á hótelinu. Var þessi samningur samþykktur einróma og því undirritaður í kjölfarið.
Þetta þýðir að öll þjónusta við golfara verður framvegis á hótelinu. Skráning og tilkynning um komu á völlinn. Enda er FYRSTA braut beint niður af hótelinu (gamla 9. braut) og golfarar enda leik við hótelið á Hótelbrautinni (gamla 8. braut).