GB vill endilega hvetja félaga að fjölmenna í síðasta mót sumarsins. Eða sumaraukans.
Ekki sízt nýja félaga sem margir hverjir hafa verið blóðgaðir í vanur/óvanur og bændaglímunni þannig að þeir vita að þetta er ekki kvöl heldur gaman út í eitt.
Völlurinn er í frábæru standi miðað við árstíma og vallarstarfsmenn/framkvæmdarstjóri hafa gætt þess að svo sé.
Völlurinn er að engu síður gljúpur og vatnsósa eftir dágóður pusur móður náttúru undanfarið. Og félagar verða að virða það ástand.
Við viljum því biðja þá sem leika völlinn að laga kylfuför á teigum og á brautum og ekki sízt að laga boltaför á flötum.
Umferð golfbíla “Á” að vera á stígum eða í jaðri brautar. Og “ALDREI” nálægt flöt. Annað er stórt “skamm”
Hamarsvöllur verður opinn út næstu viku eða til enda mánaðar fyrir almenna umferð (ef veður leyfir).