Rástímaskráning og tilkynning um mætingu á teig.

Golfklúbbur Borgarness Fréttir, Viðburðir

Við erum að hamast við að koma nýrri aðstöðu á Hótel Hamri um þessar mundir. Þegar því er lokið verður vart hægt að finna frábærari golfskála á landinu. Öll ÞJÓNUSTA við golfara er nú þegar flutt að Hótel Hamri.  Þar BER að tilkynna sig áður en haldið er á fyrsta teig.

Það gildir sama um FÉLAGA  GB. Það er ekki nóg að skrá sig í rástíma (og afpanta ef þeir eru ekki notaðir) heldur þarf að tilkynna komu sína í við starfsmenn við afgreiðsluborð Hótels Hamars.

Við tökum það einnig óstinnt upp ef golfarar ákveða upp á sitt eindæmi á hvaða braut þeir hefja leik. Það þekkist hvergi á betri völlum.

Við biðjum alla að virða þessar einföldu reglur og sjálfsögðu kurteisi við bæði aðra golfara og okkur sem reka Hamarsvöll.