Ágætu félagar
Gleðilegt golfsumar, félagar og góðu gestir Hamarsvallar. Hamarsvöllur er nú opinn öllum, bæði félögum og gestum. Auðvitað skv. reglum yfirvalda sem hafa skilgreint fjölda, samskipti, fjarlægð og fleira. GSÍ hefur sett fram reglur fyrir hegðun félaga á golfvöllum. Allavega um fyrstu sýn því SÓTTVARNAREYKIÐ virtist bjartsýnt um mjög rýmkaðar reglur á næstunni skv. sínum fundi í dag.
Við eins og eflaust fleiri höfum lent í vandræðum á fyrsta bókunardegi á Hamarsvelli. Enda algjörlega nýtt kerfi komið til. Golfbox.golf Þetta eru auðvitað byrjunarvandamál sem við auðvitað leysum. Greinilegt er að „golfappið“ virkar ekki sem skyldi til að staðfesta rástíma eða komu á völlinn. Við höfum því tekið það úr „sambandi“.
ALLIR sem skráð hafa sig á völlinn þurfa nú að koma í klúbbhúsið (Hótel Hamar) og staðfesta komu sína þar. UNDANTEKNINGARLAUST. Hvort sem það eru félagar/meðfélagar eða aðrir.
Við auðvitað brosum bara í gegnum þessi smávandamál okkar miðað við önnur margt verri í samfélaginu og reynum að njóta vorsins og hins fallega Hamarsvallar.
Og auðvitað sýna tillitssemi gangvart öllum reglum í gangi, hvort sem þær heita golfreglur eða covid19_reglur.