Opnun inniaðstöðunnar og golfhermis í brákarey

admin Fréttir

Heilbrigðisráðneytið hefur nú birt frétt og reglugerð um tilskakanir á takmörkunum á samkomum, frá og með 13. janúar nk. Sá fyrirvari er þó á tilslökunum að þróun faraldursins verði ekki á verri veg. Helstu breytingar varðandi íþróttastarfið eru eftirfarandi:

  • Íþróttaæfingar: Íþróttaæfingar barna og fullorðinna verða heimilar með og án snertingar innan- og utandyra. Ekki mega vera fleiri en 20 manns í rými.
  • Íþróttakeppnir: Íþróttakeppnir barna og fullorðinna verða heimilar en án áhorfenda.

 

Ný reglugerð um takmarkanir á samkomum sem gildir frá 13. janúar – 17. febrúar eða þar til annað er ákveðið- sjá nánar hér.

COVID-19 leiðbeiningar fyrir sérsambönd ÍSÍ_13012021 (1).docx

Tilmæli til félagsmanna og foreldra Barna og unglinga:

Hver og einn kylfingur verður að vera með sinn eigin búnað! STANGLEGA BANNAÐ AÐ DEILA BÚNAÐI MEÐ ÖÐRUM. Áhorfendur á æfingum eru BANNAÐIR!!

Nú þurfa allir að vanda sig!!

Ef þú finnur fyrir flensueinkennum eða hefur verið í samneyti við Covit- 19 sýktan aðila á síðustu 14. daga þá bendum við tilmæli sóttvarnalænis um sóttkví.

Covid- 19 kallar á samstöðu og ábyrgð okkar allar!

 

Hér má sjá æfingatöflu Golfklúbbs Borgarness. ( Með fyrirvara um breytingar )

Einnig viljum við minna félagsmenn og konur á GOLFHERMINN! Sjá nánar

Verðlisti í Golfherminn

  • Stakir tímar kr. 3.000.-
  • 10 tíma kort kr. 22.000.-
  • 25 tíma kort kr. 45.000.-
  • 50 tíma kort kr. 75.000.-

Tímarpantanir: Hægt er að hafa samband við Ómar Örn Ragnarsson í síma 859-5210 eða senda tölvupóst á omar@taekniborg.is

 

Gangi okkur öllum vel.

Með bestu kveðju

Golfklúbbur Borgarness